Terraforming LIFE þróar nýja tækni og aðferðir fyrir samþætt landbúnaðar- og fiskeldiskerfi, til að styðja við fyrirhugaðan vöxt landeldis á Íslandi. Með aukinni framleiðslu eykst magn fiskeldismykju, sem kallar á sjálfbæra meðhöndlun hliðarstrauma.
Með því að skapa hringrásarhagkerfi fyrir fiskeldismykju og búfjármykju stuðlar verkefnið að endurnýtingu næringarefna, dregur úr förgun, minnkar kolefnisspor, eykur rekstraröryggi bænda og styrkir fæðuöryggi Íslands.